Gerði í buxurnar,Tónleikar og Þýskaland!

Jæja! þá er ég aldeilis búinn að gera í buxurnar en það er nefnilega svolítið langt síðan að ég skrifaði færslu hér síðastFootinMouth en málið er að ég er nefnilega með svo lélega fingrasetningu á lyklaborðinu sem gerir þetta svo erfitt púff púffPinch .

En ég hef nú verið að afla frétta til að geta komið með alvöru innslag hér  og reikna nú með að setja hér inn allavega einu sinni í viku ef það gerist eitthvað mikið þá geri ég kannski eitthvað meira.

Ég fór á allveg magnaða tónleika hér um daginn með Mugison þeir voru allveg frábærir!  og af sjálfsögðu áttu norðfirðingar okkar mann í bandinu en meistari Guðni Finnson mundaði bassann af mikilli snilld með í för voru tveir vinir mínir og voru þeir allveg heillaðir af þessum consert en Muggi var bara með bassa og trommur =trio  en það var ekki að heyra miðað við þennan flutning. Fólkið sem mætti í Posten var líka mjög ánægt og koma þeir sennilega aftur á næsta ári og mun ég mæta aftur ef ég get.

Við skelltum okkur í verslunarferð til Þýskalands um daginn en við erum rúman 1og hálfan tíma þangað. Þetta var allveg ágætt að prófa þetta fundum allavega hamborgarahrygg með beini sem er erfitt að finna hér nema þá óreyktan. Keyptum einnig töluvert af gosi og bjór en þetta er mikið ódýraara þarna danirni fara þangað í massavís til að versla bjór og hef ég séð hásingarnar á bílunum emja undan álagi við heimleiðina hjá þeim svo enduðum við þessa útlandaferð með þýskri karrípulsu og brauði sallafínt þaðHappy.

þar til næzt

kveðja Helgi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sæll þú ert búinn að gera í brækurnar. Maður bípur spenntur að fá fréttir að þessu unaðslífi í veldi dana en þá er ekkert að ske.

Ég hélt að bjór væri svo ódýr í Danmörku þér er hann bara dýr en maður verður að fá sér bjór

Bið að heilsa úr rigningunni

Óðinn (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 17:36

2 identicon

Gaman að sjá að þú ert að komast aftur í gang með bloggið við erum nefnilega fíkin í að lesa bloggið ykkar, skoðum hjá Stellu daglega en vorum eiginlega hætt að fara á þessa síðu.

Kveðja Tengdó

Kata Sól (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband