Krepputal og vitleysa!

Það er ekki gaman að vera áhorfandi á þessar neikvæðu fréttir sem ríða yfir Ísland þessa dagana. Ég held að það sé jafnvel verra en að vera atvinnulaus í Danmörku og þurfa ímynda sér hvernig þetta er að verða. En ég hef ekki verið hérna lengi og Stella byrjar í skólanum í febrúar þannig að við getum allveg verið hérna þangað til, ég finn á mér að vinnan kemur fljótlega og þá verðum við á grænni grein.

 Hér er samdráttur eins og annars staðar vegna heimskreppunar ég hef heyrt að verk sem er búið að bjóða út fá ekki uppáskrift fyrir fjármögnun vegna þess að allir vilja bíða aðeins og sjá til hvort að þetta lagist ekki. Ég bý á Fjóni og í atvinnuauglýsingunum eru sennilega fæst störf hérna en flest sem eru í boði eru í kringum Köben og þar þá þarf ég allavega 2tíma til og frá vinnu með lest sem er ekki gefins heldur því ferð yfir brúnna kemur inn í lestafargjaldið þ.e.a.s. þangað til hún er búin að borga sig upp þá er það frítt sagan með aðrar brýr hér segir það, þetta er ekki eins og Hvalfjarðargöngin sem er ekkert nema gróðamaskína fyrir einhverja útvalda vini ráðamanna. 

Ég naut góðærisins eins og sennilega flestir landsmenn og er súrt að sjá á eftir því, þess vegna held ég að ríkistjórnin ætti að reyna einbeita sér að því að lækka vöruverð á íslenskum matvörum svo sem fiski og landbúnaðarvörum til þess að koma til móts við aukin útgjöld heimilanna í skuldir misheppnaðar bankaútrásar sem Seðlabanki Íslands ber ótvíræða ábyrgð á þótt þeim finnist annað þá gerir bankinn það. Davíð Oddson ætti að segja af sér og reyna þar með að vera maður í sér að viðurkenna að hann gerði mistök. Ég hef svo sem ekkert á móti honum sem persónu, en fyrst Seðlabankinn gat ekki ábyrgst bankanna hefði hann átt að leyfa þeim að gera upp í annari mynt. Hann á bara að segja af sér og axla ábyrgð eins og aðrir hefðu þurft að gera í hans sporum. Mín  vegna getur hann  farið aftur í framboð það er allavega lýðræðislegt. En það er kannski það sem kjarninn í Sjálfstæðisflokknum er hræddur við.

Hvernig sem lýður þá erum við öll búin að tapa miklu á þessari vitleysu og þarf Alþingi Íslands að fara hugsa sinn gang og taka til í kofanum. Að það sé hægt að vera á eftirlaunum vegna þingsetu og sitja í nefndum og bankaráðum segir sitt.

Jæja nóg af þvælu í bili!

vonandi kemur eitthvað jákvæðara næst:)

Kveðja Helgi.

   

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!! 

þetta er ótrúlegt, svo finnur maður núna fyrir allri reiðinni, nú segja menn ekki lengur "þetta reddast"!  ástandið mun síðan bara versna... eða svo segja menn! 

ánægð með síðuna, hló upphátt af hjólasögunni, held að allir hafi nú upplifað þetta, einu sinni þegar ég var að keppa og var að fara inná þá féll ég kylliflöt fyrir framan alla... var c.a. 14 og vel rauð í kinnum!!  það mátti heyra saumnál detta!!

knús á ykkur duglega danska familía!

kveðja

Óskin

Ósk sys (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

ég segi ennþá að þetta reddast og skal sko halda því áfram!

Það halda allir áfram að lifa og það sem ekki drepur mann herðir mann    það er gott mottó.

skemmtileg færsla hjá þér Helgi og maður verður annað slægið að pústra.

knús á ykkur öll frá Iceland.

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 7.11.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Blessaður Helgi og gaman að sjá þig hérna, ætla að kíkja á mótmælin á morgun, var á vakt síðasta Laugardag, á von á meiri látum en síðast, annars þjóðinn eitthvað svo ægilega spéhrædd þegar mótmæli eru annars vegar og þeir sem þora að mæta hálf vandræðalegir.

Fróðlegt að skoða þennan þráð og sjá hvað útlendingar eru að segja um þetta klúður og mótmælandi íslendinga, fólk er greinilega misbjartsýnt fyrir okkar hönd...og fleyrir landa...  http://goldismoney.info/forums/showthread.php?t=316309

Georg P Sveinbjörnsson, 8.11.2008 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband