Skólablogg ofl.

Jæja!
Þá er komið að næstu bloggfærslu hjá mér, en þetta er eins og vínið þeim mun eldra því betra:).

Prófin eru búin í skólanum mínum en Stella fer í próf 25.júní þannig að við förum í ferjuna 30.júní það verður gaman að koma til Íslands aftur í vinnu og heimsókn. Það sem ég er að gera í skólanum er að ég er í svona kúrs sem heitir "adgangskursus" sumir hafa talað um að þetta sé metið eins og stúdentspróf en þetta er svipað og frumgreinadeildin hjá Keili þú kemsti inn í næstum allt tækninám þegar þú ert búinn. Ég ætlaði nú ekki að fara í skóla hér en atvinnuleysið hefur aukist hér mjög mikið eftir að krísan skall á og er það ekki gott fyrir mann sem talar ekki reiprennandi dönsku, ómenntaður að fá vinnu. Skólinn er allur kenndur á dönsku sem er fínt stundum en þegar þú ert í dönsku frá 12.00 til 16.00 þar sem aðalumræðan er Aristóteles og félagar getur verið erfitt að halda sér vakandi:) Efnafræðin hefur einnig verið strembin svo tala ég sem minnst um stærðfræðina en raungreinarnar er eitthvað sem ég hef ekki verið sterkur í hingað til hvað sem því líður hefur þessi önn verið ómæld reynsla í pésann hingað til en haustönnin verður mikið þyngri. Ég náði 10 í munnlegri ensku þrátt fyrir að hafa dregið sem seinna umræðuefni einu söguna sem las ekki fyrir prófið, þá var nú gott að þykjast vita allt:=) en efnafræðiprófið var mjög erfitt þar sem ég átti í basli með að skilja textann. Það var víst nýr höfundur af prófinu og við höfðum fengið gömul próf til að æfa okkur á og var erfitt að finna svipaðar spurningar úr þeim til að gera sér grein fyrir hvað við áttum að gera.

En það er búið að vera mjög heitt hér þeir seigja heitasta vor í sögu baunanna "alltof heitt stundum" þannig að hækkandi sól kemur þetta allt.
Þar til næst hvenær sem það verður:=) lifið heil og njótið lífsins!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Gott að heyra fréttir af þér félagi og gangi þér allt í hag, hvort sem þú sest að í Danaveldi eða snýrð aftur á Frón að námi loknu

Var að hend inn nýju lagi, "War Profiteer" ef þú er ekki búinn að tékka á því!  http://www.myspace.com/insidebilderberg

Georg P Sveinbjörnsson, 17.6.2009 kl. 13:25

2 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Gaman að fá eina færslu frá þér Helgi. og að það gangi vel í skólanum. Ég ætti nú líka að fara herða mig í þessu.

En ef þér finnst vera heitt þarna úti að þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur af því þegar að þið komið heim til Ísland! Því að hér fer ekki upp fyrir 10 stigin;) En ef þú getur að þá endilega reyndu að koma með smá hita með þér;)

hlakka til að sjá ykkur í júlí.

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 18.6.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband