Jæja!
Ætli kallinn ætli ekki að fara að reyna að blogga þar sem alltaf er verið að spyrja mann um fréttir.
Það er nú ekki svo sem neitt merkilegt en á meðan ég hitna aðeins í þessari fyrstu færslu get ég sagt frá því að við hjónin keyptum reiðhjól í gær handa henni auðvitað en það þarf svo sem ekkert að taka það fram. Til þess að hjólið beri nú þriggja stafa töluna mig líka var nú keypt eitthvað sem að er nógu sterkt til og varð Mustang Dagmar fyrir valinu en við höfum ákveðið að kalla það Mustang Dæju. Þar sem að það var nú súld í morgun og útlitið fyrir að ég yrði búinn snemma í Activering sem er atvinnubóta vinna fyrir þá sem eru tímabundið atvinnulausir þar sem við tökum til og vinnum garðvinnu fyrir ellilífeyrisþega og vinnum ekki í rigningu. Ég var búinn klukkan hehe 8.06 í vinnuni sem er nýtt met hjá mér og verður örugglega seint slegið, nema hvað þetta er nú Danmörk!.
Fyrsta ferðin á Dæju tók eina beygju ætlaði svo af gangstéttinni út á götu framdekkið ofan í sand helv.. og flaug á hausinn..djöf .. en sem betur fer er kallinn nú gamalreyndur í þessu og veit hvernig á redda sér úr þessu á háannatíma dagsins og ekki fer ég að láta danina sjá að ég sé eitthvað lélegur að hjóla tók bara gamla blak tigerinn á götuna og tíu armréttur til að redda þessu hmmmmmm þá leit þetta nú vel út fyrir almenninginn sem sá þessi ósköp djók I wish.
Annars er ég búinn að vera að sækja um vinnur hingað og þangað en fyrir menn eins og mig sem þótti ekki kúl að læra dönsku í skóla gengur það ekkert alltof vel en örvænti samt ekki strax því það er fullt af fólki að leita sér að vinnu eins og ég.
Gott í bili
kveðja Helgi.