Skólablogg ofl.

Jæja!
Þá er komið að næstu bloggfærslu hjá mér, en þetta er eins og vínið þeim mun eldra því betra:).

Prófin eru búin í skólanum mínum en Stella fer í próf 25.júní þannig að við förum í ferjuna 30.júní það verður gaman að koma til Íslands aftur í vinnu og heimsókn. Það sem ég er að gera í skólanum er að ég er í svona kúrs sem heitir "adgangskursus" sumir hafa talað um að þetta sé metið eins og stúdentspróf en þetta er svipað og frumgreinadeildin hjá Keili þú kemsti inn í næstum allt tækninám þegar þú ert búinn. Ég ætlaði nú ekki að fara í skóla hér en atvinnuleysið hefur aukist hér mjög mikið eftir að krísan skall á og er það ekki gott fyrir mann sem talar ekki reiprennandi dönsku, ómenntaður að fá vinnu. Skólinn er allur kenndur á dönsku sem er fínt stundum en þegar þú ert í dönsku frá 12.00 til 16.00 þar sem aðalumræðan er Aristóteles og félagar getur verið erfitt að halda sér vakandi:) Efnafræðin hefur einnig verið strembin svo tala ég sem minnst um stærðfræðina en raungreinarnar er eitthvað sem ég hef ekki verið sterkur í hingað til hvað sem því líður hefur þessi önn verið ómæld reynsla í pésann hingað til en haustönnin verður mikið þyngri. Ég náði 10 í munnlegri ensku þrátt fyrir að hafa dregið sem seinna umræðuefni einu söguna sem las ekki fyrir prófið, þá var nú gott að þykjast vita allt:=) en efnafræðiprófið var mjög erfitt þar sem ég átti í basli með að skilja textann. Það var víst nýr höfundur af prófinu og við höfðum fengið gömul próf til að æfa okkur á og var erfitt að finna svipaðar spurningar úr þeim til að gera sér grein fyrir hvað við áttum að gera.

En það er búið að vera mjög heitt hér þeir seigja heitasta vor í sögu baunanna "alltof heitt stundum" þannig að hækkandi sól kemur þetta allt.
Þar til næst hvenær sem það verður:=) lifið heil og njótið lífsins!


Gerði í buxurnar,Tónleikar og Þýskaland!

Jæja! þá er ég aldeilis búinn að gera í buxurnar en það er nefnilega svolítið langt síðan að ég skrifaði færslu hér síðastFootinMouth en málið er að ég er nefnilega með svo lélega fingrasetningu á lyklaborðinu sem gerir þetta svo erfitt púff púffPinch .

En ég hef nú verið að afla frétta til að geta komið með alvöru innslag hér  og reikna nú með að setja hér inn allavega einu sinni í viku ef það gerist eitthvað mikið þá geri ég kannski eitthvað meira.

Ég fór á allveg magnaða tónleika hér um daginn með Mugison þeir voru allveg frábærir!  og af sjálfsögðu áttu norðfirðingar okkar mann í bandinu en meistari Guðni Finnson mundaði bassann af mikilli snilld með í för voru tveir vinir mínir og voru þeir allveg heillaðir af þessum consert en Muggi var bara með bassa og trommur =trio  en það var ekki að heyra miðað við þennan flutning. Fólkið sem mætti í Posten var líka mjög ánægt og koma þeir sennilega aftur á næsta ári og mun ég mæta aftur ef ég get.

Við skelltum okkur í verslunarferð til Þýskalands um daginn en við erum rúman 1og hálfan tíma þangað. Þetta var allveg ágætt að prófa þetta fundum allavega hamborgarahrygg með beini sem er erfitt að finna hér nema þá óreyktan. Keyptum einnig töluvert af gosi og bjór en þetta er mikið ódýraara þarna danirni fara þangað í massavís til að versla bjór og hef ég séð hásingarnar á bílunum emja undan álagi við heimleiðina hjá þeim svo enduðum við þessa útlandaferð með þýskri karrípulsu og brauði sallafínt þaðHappy.

þar til næzt

kveðja Helgi

 


Í vinnunni!!

Það er allveg merkilegt með Dani að þeir nenna að hjóla í rigningu Shocking en svo þegar í vinnuna er komið segja þeir jæja það er rigning vinnum ekkert í dag!

En svona var þetta í síðustu viku en kallinn hafði nú vit á því að hringja bara í verkstjórann í morgun og spyrja hann hvort það væri vinna í dag, fyrir þann tíma auðvitað sem ég hefði þurft að vera mættur og svarið var einfalt nei!!!.

Ég var nú að upplifa það í síðustu viku þetta með bjórinn í vinnunni um daginn en þá hittumst við vinnumennirnir ógurlegu 3 við fyrirfram ákveðið hús þar sem verkstjórinn Eric feitur kall á sextugsaldri alltaf með pípu í kjaftinum og fer helst ekkert út úr bílnum en með mann í því sem minnir mann á mannin með stóru augun í gömlu myndunum hann tekur saman fyrir okkur verkfærin á vagn sem er eins og hjólbörur sem þú dregur á eftir þér. Svo erum það auðvitað harðjaxlarnir það eru blogghöfundur sem er að hita sig upp til þess að taka Nóbelinn 2020.      

Finn sem varð svo óheppinn að vera rekinn eftir að hafa slasað sig á hendi og verið veikur í 6vikur unnið síðan í 4daga farið í partí og dottið brákað í sér rif og verið veikur í 3vikur verið síðan rekinn fyrir það en hann var að vinna sem blómasnyrtir.

Síðan en ekki síst Renne sem minnir mig alltaf á magatöflur sem eiga að koma lagi á hægðirnar en þeim kynntist ég á spáni, hann er nýfluttur til Odense kynntist konu frá Grænlandi á netinu ég hélt að hann væri nú bara að verða sjötugur en hann er að verða 55 á næsta ári sennilega mjög reyndur um ýmislegt í lífinu sem er kannski ekki allveg löglegt. Hann tjáði mér það að hann hafi átt gamlann Camaro sem hann seldi því hann missti prófið eftir að vera mældur á 270km og stakk lögguna af en var tekinn á myndPolice. Hann sagði mér einn góðann hann bjó í Manchester í smá tíma United maður en ég gat nú séð það á útlitinu einu og sér þar var hann staddur á bullubar orðinn vel fullur eins við er að búast þá ætlaði einhver að fara að berja hann því hann hélt að hann væri þjóðverji gat nú hrognað uppúr sér að hann væri frá Denmark what!! segði tjallinn Denmark aaaaaahhhhh PORNO!!!!!!!! þessi góði englendingur er mjög sennilega á þingi þar í dag því eins og menn muna voru þeir ansi margir teknir í bólinu með annað hvort viðhaldinu eða í BDSM klúbbum í soho hverfinu og bera svo nöfn eins og Brown og Darling lýsandi dæmi um þessa tesötrandi snobbhana sem halda að heimsveldið sé enn til.

Þessir meistarar voru búnir með 3bjóra kl.11.15

Sæl að sinni

kv.

Helgi 

 

    


Krepputal og vitleysa!

Það er ekki gaman að vera áhorfandi á þessar neikvæðu fréttir sem ríða yfir Ísland þessa dagana. Ég held að það sé jafnvel verra en að vera atvinnulaus í Danmörku og þurfa ímynda sér hvernig þetta er að verða. En ég hef ekki verið hérna lengi og Stella byrjar í skólanum í febrúar þannig að við getum allveg verið hérna þangað til, ég finn á mér að vinnan kemur fljótlega og þá verðum við á grænni grein.

 Hér er samdráttur eins og annars staðar vegna heimskreppunar ég hef heyrt að verk sem er búið að bjóða út fá ekki uppáskrift fyrir fjármögnun vegna þess að allir vilja bíða aðeins og sjá til hvort að þetta lagist ekki. Ég bý á Fjóni og í atvinnuauglýsingunum eru sennilega fæst störf hérna en flest sem eru í boði eru í kringum Köben og þar þá þarf ég allavega 2tíma til og frá vinnu með lest sem er ekki gefins heldur því ferð yfir brúnna kemur inn í lestafargjaldið þ.e.a.s. þangað til hún er búin að borga sig upp þá er það frítt sagan með aðrar brýr hér segir það, þetta er ekki eins og Hvalfjarðargöngin sem er ekkert nema gróðamaskína fyrir einhverja útvalda vini ráðamanna. 

Ég naut góðærisins eins og sennilega flestir landsmenn og er súrt að sjá á eftir því, þess vegna held ég að ríkistjórnin ætti að reyna einbeita sér að því að lækka vöruverð á íslenskum matvörum svo sem fiski og landbúnaðarvörum til þess að koma til móts við aukin útgjöld heimilanna í skuldir misheppnaðar bankaútrásar sem Seðlabanki Íslands ber ótvíræða ábyrgð á þótt þeim finnist annað þá gerir bankinn það. Davíð Oddson ætti að segja af sér og reyna þar með að vera maður í sér að viðurkenna að hann gerði mistök. Ég hef svo sem ekkert á móti honum sem persónu, en fyrst Seðlabankinn gat ekki ábyrgst bankanna hefði hann átt að leyfa þeim að gera upp í annari mynt. Hann á bara að segja af sér og axla ábyrgð eins og aðrir hefðu þurft að gera í hans sporum. Mín  vegna getur hann  farið aftur í framboð það er allavega lýðræðislegt. En það er kannski það sem kjarninn í Sjálfstæðisflokknum er hræddur við.

Hvernig sem lýður þá erum við öll búin að tapa miklu á þessari vitleysu og þarf Alþingi Íslands að fara hugsa sinn gang og taka til í kofanum. Að það sé hægt að vera á eftirlaunum vegna þingsetu og sitja í nefndum og bankaráðum segir sitt.

Jæja nóg af þvælu í bili!

vonandi kemur eitthvað jákvæðara næst:)

Kveðja Helgi.

   

 

   


Allt þokkalegt!

Jæja!

Ætli kallinn ætli ekki að fara að reyna að blogga þar sem alltaf er verið að spyrja mann um fréttir.

 Það er nú ekki svo sem neitt merkilegt en á meðan ég hitna aðeins í þessari fyrstu færslu get ég sagt frá því að við hjónin keyptum reiðhjól í gær handa henni auðvitað en það þarf svo sem ekkert að taka það fram. Til þess að hjólið beri nú þriggja stafa töluna mig líka var nú keypt eitthvað sem að er nógu sterkt til og varð Mustang “Dagmar” fyrir valinu en við höfum ákveðið að kalla það Mustang Dæju”. Þar sem að það var nú súld í morgun og útlitið fyrir að ég yrði búinn snemma í “Activering” sem er atvinnubóta vinna fyrir þá sem eru tímabundið atvinnulausir þar sem við tökum til og vinnum garðvinnu fyrir ellilífeyrisþega og vinnum ekki í rigningu.  Ég var búinn klukkan hehe 8.06 í vinnuni sem er nýtt met hjá mér og verður örugglega seint slegið, nema hvað þetta er nú Danmörk!.

Fyrsta ferðin á Dæju tók eina beygju ætlaði svo af gangstéttinni út á götu framdekkið ofan í sand…helv.. og flaug á hausinn..djöf….. en sem betur fer er kallinn nú gamalreyndur í þessu og veit hvernig á redda sér úr þessu á háannatíma dagsins og ekki fer ég að láta danina sjá að ég sé eitthvað lélegur að hjóla tók bara gamla blak tigerinn á götuna og tíu armréttur til að redda þessu hmmmmmm þá leit þetta nú vel út fyrir almenninginn sem sá þessi ósköp “djók” I wish.

Annars er ég búinn að vera að sækja um vinnur hingað og þangað en fyrir menn eins og mig sem þótti ekki kúl að læra dönsku í skóla gengur það ekkert alltof vel en örvænti samt ekki strax því það er fullt af fólki að leita sér að vinnu eins og ég.

Gott í bili

kveðja Helgi. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband